Innlent

Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatna­fjöllum á sjö mínútna tíma­bili

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftarnir voru alls sex á sjö mínútna tímabili.
Skjálftarnir voru alls sex á sjö mínútna tímabili. Vísir/Vilhelm

Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 

Alls sex skjálftar voru í Vatnafjöllum á milli klukkan 16:04 og 16:11 í dag. Þrír þeirra voru yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,5, næsti 3,2 og sá þriðji 3 að stærð. 

Sá stærsti fannst í Fljótshlíð. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu að engin merki séu um óróa á svæðinu. 


Tengdar fréttir

3,5 stiga skjálfti við Vatnafjöll í nótt

Skjálfti af stærðinni 3,5 var við Vatnafjöll um klukkan 3 í nótt á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn. 

Aftur skelfur jörð við Vatnafjöll

Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð einn kílómetra Norðnorðvestur af Vatnafjöllum klukkan 13:21 í dag. Skjálftinn fannst vel á svæðinu og meðal annars í Þjórsárdal.

Skjálfti upp á 3,4 í Vatnafjöllum í gærkvöldi

Ekkert lát er á skjálftavirkni í Vatnafjöllum suður af Heklu, en skjálfti af stærðinni 5,2 varð klukkan 23.23 í gærkvöldi. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir á svæðinu síðastliðinn fimmtudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×