Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 11:31 Nærmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu samkvæmt nýrri tillögu. Efla Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús. Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Félagið Fannborg sem rekið hefur ferðamannaaðstöðu í náttúruperlunni Kerlingarfjöllum hefur um nokkurt skeið unnið að hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu. Fyrir nokkrum árum kynnti félagið fjóra valkosti á uppbyggingu. Skipulagsstofnun benti hins vegar á það árið 2019 að tveir af valkostunum fælu í sér uppbyggingu án fordæma í hálendismiðstöðvum á miðhálendinu. Tillögur sem lagðar voru fram árið 2018. Skipulagsstofnun var mjög gagnrýnin á tillögur þrjú og fjögur.Efla Fólu þeir meðal annars í sér gististað fyrir nærri 300 gesti, sem Skipulagsstofnun benti á að myndi verða með stærstu gististöðum landsins, utan höfuðborgarsvæðisins. Fannborg hefur nú unnið tillögu að nýju deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir 156 gistirýmum, sama fjölda og er í boði miðað við núverandi aðstöðu á svæðinu. RÚV.is sagði frá um helgina. Stefnt er að því að nýjar byggingar á svæðinu verði í dökkum jarðarlitum til að falla betur inn í landslagið, ólíkt núverandi byggingum sem flestar eru rauðar og grænar. Svæðið eins og það var í sumar.Efla. Einnig er bent á að gert sé ráð fyrir að umferð bíla um svæðið verði takmörkuð og stýrt í meira mæli sem komi í veg fyrir stöðuga umferð fram hjá tjöldum og skálum. Er ætlunin með þessu að auka frið og ró gesta og tengingu þeirra við náttúruna líkt og það er orðað í skýrslu sem fylgir tillögunni. Gert er ráð fyrir heitum pottum á svæðinu en stefnt er að því að þeir muni falla vel að umhverfinu. Yfirlitsmynd yfir svæðið miðað við nýjar tillögur að fyrirhugaðri uppbyggingu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir næsta vor eða sumar. Veltur það þó á því að öll tilskilin leyfi verði komin í hús.
Ferðamennska á Íslandi Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hálendisþjóðgarður Skipulag Fjallamennska Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira