Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 22:31 Hraðamyndavélin á Sæbraut hefur gómað um 5.000 ökumenn bara á þessu ári. En sektirnar hafa ekki alveg alltaf skilað sér, vegna anna hjá lögreglu. Nú breytist það. Vísir/Vilhelm Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér. Hefur þú fengið á þig rauða geislann og vitað strax upp á þig skömmina? Svo bíður maður eftir sektinni en stundum kemur hún ekki. Kannski varstu ekki að keyra það hratt, en hitt getur líka verið, að það hafi bara verið of mikið að gera hjá löggunni - og því slappstu í gegnum nálaraugað. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá þjónustusviði ríkislögreglustjóra, segir flókið verkefni að senda út sektir. En það varð enn flóknara eftir því sem myndavélar urðu fleiri á undanförnum árum. „Það er þannig að með fjölgun myndavéla, fjölgar sektunum líka. Það eykur álag á þá sem eru að sinna þessu verkefni og getur leitt til þess að málum sé sinnt aðeins hægar. Eða jafnvel ekki alltaf hægt að sinna þeim,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Verður að skila sér til að hafa áhrif Í kringum 20 myndavélar eru virkar í umferðareftirliti á Íslandi, meðal annars í sérstökum myndavélabílum. En það gengur ekki að ekki takist að senda út allar sektirnar og því fékk embætti ríkislögreglustjóra hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv til að smíða og innleiða svokallað stafrænt vinnuafl til að sinna flóknu verkefninu. Ekki síst hefur vandi lögreglunnar falist í samskiptum við erlenda ferðamenn, sem þarf fyrst að finna í gegnum bílaleigurnar og svo hafa samband við til útlanda. 95% allra sektargreiðslna skila sér almennt hratt en eltast þarf við síðustu fimm prósentin. „Til þess að það verði forvarnargildi af þessum myndavélum, krefst það þess að viðurlögin eða sektin vegna brots komi hratt og örugglega. Og það er markmiðið með þessari vinnu og það teljum við okkur geta uppfyllt betur nú en áður,“ segir Rannveig. Þjarkurinn frá Evolv vinnur í raun stafrænt þau störf sem áður var sinnt handvirkt af starfsfólki lögreglunnar í Stykkishólmi, sem hafði það verk á höndum að senda út sektirnar. Sektir verða að vera sendar innan tíu daga, ella fyrnast þær, og þetta tókst ekki alltaf. Þjarkurinn er hins vegar svo fljótur núna að sektin getur tæknilega séð verið komin í heimabanka fólks eftir korter. En með töluverðu öryggi að minnsta kosti samdægurs. „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkinn nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram,“ segir Rannveig. Umferðaröryggi Lögreglan Bílar Tengdar fréttir Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Hefur þú fengið á þig rauða geislann og vitað strax upp á þig skömmina? Svo bíður maður eftir sektinni en stundum kemur hún ekki. Kannski varstu ekki að keyra það hratt, en hitt getur líka verið, að það hafi bara verið of mikið að gera hjá löggunni - og því slappstu í gegnum nálaraugað. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá þjónustusviði ríkislögreglustjóra, segir flókið verkefni að senda út sektir. En það varð enn flóknara eftir því sem myndavélar urðu fleiri á undanförnum árum. „Það er þannig að með fjölgun myndavéla, fjölgar sektunum líka. Það eykur álag á þá sem eru að sinna þessu verkefni og getur leitt til þess að málum sé sinnt aðeins hægar. Eða jafnvel ekki alltaf hægt að sinna þeim,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Verður að skila sér til að hafa áhrif Í kringum 20 myndavélar eru virkar í umferðareftirliti á Íslandi, meðal annars í sérstökum myndavélabílum. En það gengur ekki að ekki takist að senda út allar sektirnar og því fékk embætti ríkislögreglustjóra hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv til að smíða og innleiða svokallað stafrænt vinnuafl til að sinna flóknu verkefninu. Ekki síst hefur vandi lögreglunnar falist í samskiptum við erlenda ferðamenn, sem þarf fyrst að finna í gegnum bílaleigurnar og svo hafa samband við til útlanda. 95% allra sektargreiðslna skila sér almennt hratt en eltast þarf við síðustu fimm prósentin. „Til þess að það verði forvarnargildi af þessum myndavélum, krefst það þess að viðurlögin eða sektin vegna brots komi hratt og örugglega. Og það er markmiðið með þessari vinnu og það teljum við okkur geta uppfyllt betur nú en áður,“ segir Rannveig. Þjarkurinn frá Evolv vinnur í raun stafrænt þau störf sem áður var sinnt handvirkt af starfsfólki lögreglunnar í Stykkishólmi, sem hafði það verk á höndum að senda út sektirnar. Sektir verða að vera sendar innan tíu daga, ella fyrnast þær, og þetta tókst ekki alltaf. Þjarkurinn er hins vegar svo fljótur núna að sektin getur tæknilega séð verið komin í heimabanka fólks eftir korter. En með töluverðu öryggi að minnsta kosti samdægurs. „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkinn nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram,“ segir Rannveig.
Umferðaröryggi Lögreglan Bílar Tengdar fréttir Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Sjá meira
Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01
Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03
Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32