Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2021 00:07 Bergsveinn Birgisson segir viðbrögð við ásökunum hans á hendur seðlabankastjóra hafa verið ómálefnaleg. Vísir Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. Morgunblaðið greindi frá því að að rithöfundinn Finnbogi Hermansson saki Bergsvein um að hafa tekið texta úr bók sinni Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal ófrjálsri hendi. Greinileg líkindi megi séu með setningum í bókunum. Ásökunin kemur í kjölfar þess að Bergsveinn sakaði sjálfur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um sama glæp. Ásgeir hefur hafnað þeim ásökunum. Heyrt orðin beint frá Steinólfi Í nýrri grein á Vísi segir Bergsveinn að Finnbogi hafi ekki gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal til prentunar heldur Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifar Bergsveinn og heldur áfram. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Við það bætir Bergsveinn að hann hafi getið Steinólfs í athugasemdum aftast í bók sinni Svar við bréfi Helgu, þó það væri fremur sjaldgæft að slíkt sé gert í skáldsögum. Finnbogi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn lætur ekki þar við sitja og segir óhjákvæmilegt að geta þess hvernig Finnbogi hafi komið fram gagnvart Steinólfi frænda sínum og afkomendum hans. „Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“ Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. 11. desember 2021 21:00 Sakaði seðlabankastjóra um ritstuld en fær nú sjálfur ásakanir af sama meiði Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem í vikunni sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld, hefur nú sjálfur fengið á sig ásakanir af sama meiði. 11. desember 2021 10:47 Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því að að rithöfundinn Finnbogi Hermansson saki Bergsvein um að hafa tekið texta úr bók sinni Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal ófrjálsri hendi. Greinileg líkindi megi séu með setningum í bókunum. Ásökunin kemur í kjölfar þess að Bergsveinn sakaði sjálfur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um sama glæp. Ásgeir hefur hafnað þeim ásökunum. Heyrt orðin beint frá Steinólfi Í nýrri grein á Vísi segir Bergsveinn að Finnbogi hafi ekki gengið endanlega frá bókinni Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal til prentunar heldur Páll Valsson. „Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana,“ skrifar Bergsveinn og heldur áfram. „Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar.“ Við það bætir Bergsveinn að hann hafi getið Steinólfs í athugasemdum aftast í bók sinni Svar við bréfi Helgu, þó það væri fremur sjaldgæft að slíkt sé gert í skáldsögum. Finnbogi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn lætur ekki þar við sitja og segir óhjákvæmilegt að geta þess hvernig Finnbogi hafi komið fram gagnvart Steinólfi frænda sínum og afkomendum hans. „Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans.“
Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. 11. desember 2021 21:00 Sakaði seðlabankastjóra um ritstuld en fær nú sjálfur ásakanir af sama meiði Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem í vikunni sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld, hefur nú sjálfur fengið á sig ásakanir af sama meiði. 11. desember 2021 10:47 Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. 11. desember 2021 21:00
Sakaði seðlabankastjóra um ritstuld en fær nú sjálfur ásakanir af sama meiði Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem í vikunni sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld, hefur nú sjálfur fengið á sig ásakanir af sama meiði. 11. desember 2021 10:47
Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52