Stutt leiðrétting og áminning til Finnboga Hermanssonar Bergsveinn Birgisson skrifar 11. desember 2021 21:00 Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. Nú tekur Finnbogi Hermannson sig til, og ásakar mig um ritstuld úr „sinni“ bók, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal, sem kom út hjá Þjóðsögu árið 2003. Þetta á ég að hafa gert í skáldsögu minni Svar við bréfi Helgu sem kom út árið 2010. Mætti minnast orðtaksins forna, að nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir. Þar sem Finnboga láist að gera nokkra grein fyrir málinu, er best að byrja á því, eins og ég reyndar gerði honum grein fyrir árið 2010 þegar hann bar þetta á mig fyrst, en hann hefur að því er virðist gleymt. Í fyrsta lagi var það ekki Finnbogi Hermannsson sem gekk endanlega frá bókinni til prentunar fyrir Þjóðsögu, heldur Páll Valsson sem nú starfar hjá Bjarti. Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana. Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar. Þá er því grautað saman að hér var um skáldsögu af minni hendi að ræða, og ekki fræðirit. Af gefnu tilefni minni ég þó á að ég gat einmitt Steinólfs í Fagradal í athugasemdum aftast í bókinni, sem einum af þeim góðu sagnabrunnum sem ég sótti í. Er það reyndar fremur sjaldgæft að gert sé í skáldsögum. En úr því að Finnbogi Hermannsson vekur málið upp, er óhjákvæmilegt að geta þess hvernig hann sjálfur hefur komið fram gagnvart þessum látna frænda mínum og afkomendum hans. Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Íslensk fræði Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Ekki linnir því ómálefnalega hvað varðar mínar ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni, sem voru rökstuddar með greinargerð af minni hendi hér á Vísi. Nú tekur Finnbogi Hermannson sig til, og ásakar mig um ritstuld úr „sinni“ bók, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal, sem kom út hjá Þjóðsögu árið 2003. Þetta á ég að hafa gert í skáldsögu minni Svar við bréfi Helgu sem kom út árið 2010. Mætti minnast orðtaksins forna, að nú eru flestir sótraftar á sjó dregnir. Þar sem Finnboga láist að gera nokkra grein fyrir málinu, er best að byrja á því, eins og ég reyndar gerði honum grein fyrir árið 2010 þegar hann bar þetta á mig fyrst, en hann hefur að því er virðist gleymt. Í fyrsta lagi var það ekki Finnbogi Hermannsson sem gekk endanlega frá bókinni til prentunar fyrir Þjóðsögu, heldur Páll Valsson sem nú starfar hjá Bjarti. Þar nýtti Páll til dæmis bréf og skriftir Steinólfs sjálfs. Þar í sínum skrifum segir Steinólfur frá Snorraskjólum, þar sem konum slakna skaut. Orðin hef ég þó ekki úr bókinni, heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs frænda míns sjálfs, þar sem ég var svo lánsamur að fá að vera húsgangur á hans bæ í mínum ungdómi. Sú saga, með þessu orðalagi, var mér sögð löngu áður en Finnbogi heyrði hana. Sá sem á umrædd orð var nefnilega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum renna. Kröfu Finnboga um eignarrétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Benediktssonar myndi eigna sér ljóð Einars Benediktssonar. Þá er því grautað saman að hér var um skáldsögu af minni hendi að ræða, og ekki fræðirit. Af gefnu tilefni minni ég þó á að ég gat einmitt Steinólfs í Fagradal í athugasemdum aftast í bókinni, sem einum af þeim góðu sagnabrunnum sem ég sótti í. Er það reyndar fremur sjaldgæft að gert sé í skáldsögum. En úr því að Finnbogi Hermannsson vekur málið upp, er óhjákvæmilegt að geta þess hvernig hann sjálfur hefur komið fram gagnvart þessum látna frænda mínum og afkomendum hans. Þannig var mál með vexti að útgáfan Þjóðsaga var lögð niður nokkrum árum síðar, svo enginn var til að reka rétt þeirrar útgáfu. Það nýtti Finnbogi sér, og tók handritið að bók Steinólfs án þess að spyrja nokkurn mann og gaf sjálfur út árið 2019. Þar gætti Finnbogi þess að setja aðeins nafns sjálfs sín bakvið copyright-merkið, og er þar um hinn eina sanna stuld að ræða og mæli sá maður armastur. Var það gert í óþökk afkomenda Steinólfs og án þeirra samþykkis, sem hljóta þó að teljast hinir réttmætu eigendur að verki hans. Höfundur er rithöfundur og fræðimaður.
Bergsveinn segir svör dr. Ásgeirs og dr. Sverris hryggileg Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann svarar Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og dr. Sverri Jakobssyni. 10. desember 2021 15:58
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun