Innlent

Veður spillir skíða­helginni í Blá­fjöllum

Árni Sæberg skrifar
Borgarbúar munu ekki skemmta sér á skíðum um helgina.
Borgarbúar munu ekki skemmta sér á skíðum um helgina. Vísir/Vilhelm

Unnt var að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í fyrradag, fyrir jól í fyrsta skipti í nokkur ár. Svo virðist sem vongóðir skíðagarpar þurfi að bíða fram yfir helgi til að renna sér. 

Samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu skíðasvæðanna Bláfjalla og Skáfells er lokað í Bláfjöllum í dag vegna veðurs.

Þegar fréttastofa leit við á skíðasvæðinu í gærkvöldi var farið að hvessa nokkuð hressilega. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir vindhraða nú fara upp í þrjátíu metra á sekúndu í hviðum. Hann segir þó að enn sé hiti undir frostmarki á svæðinu og nokkur ofankoma.

Þá sé snjóstaða ágæt í fjöllunum og því ætti að sleppa þótt hiti hækki örlítið.

„Meðan það er frost þá er maður alveg sáttur, ef það hangir í einni gráðu þá er ég sloppinn líka. Þá fæ ég slydduna og það er líka bara fínt,“ segir Einar í samtali við Vísi.

„Verðum við ekki að segja að við séum frekar sáttir og vonum að loksins séum við að fá vetur aftur eftir mörg ár,“ segir hann aðspurður hvernig honum lítist á veturinn.


Tengdar fréttir

„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×