Töluverður erill hjá lögreglu: Hópárás í miðbænum Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 07:25 Lögreglan hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Vilhelm Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Alls voru 81 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan fimm í gær til fimm í morgun. Nokkuð var af útköllum tengdum ölvun, þannig var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 þar sem hann gekk eftir miðri akbraut, hann var óviðræðuhæfur og neitaði að gefa upp nafn sitt. Hann var því vistaður í fangaklefa. Þá var ölvuð kona handtekin í miðbænum og vistuð í fangaklefa en hún „gat ekki með nokkru móti valdið sér“ að sögn lögreglu. Rán í Garðabæ Maður var rændur í Garðabæ af þremur einstaklingum sem réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Fórnalambið hlaut minniháttar áverka en árásarmaðurinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá voru tveir handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um sölu fíkniefna. Unglingar brutu rúður í Breiðholti Lögreglu barst tilkynning um eignaspjöll í Breiðholti. Þar hafði hópur unglinga gert sér að leik að brjóta rúður. Hópurinn flúði út í myrkrið þegar hann varð var við tilkynnanda. Lögregla var kölluð til skemmtistaðar í Kópavogi. Þar höfðu brotist út slagsmál en lögreglu tókst að róa alla niður. Að loknum skýrslutökum á vettvangi héldu allir sína leið. Í hverfi 110 var maður í annarlegu ástandi handtekinn eftir að hafa reynt að stela bifreið í lausagangi fyrir utan bensínstöð. Farþega í bílnum náði að koma í veg fyrir stuldinn en maðurinn hafði þegar náð að aka á bensíndælu. Alls fór lögregla í ellefu hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna ölvunaraksturs. Annar þeirra reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira