Erlent

Fjöl­skyldu­faðirinn grunaður um morð og í­kveikju

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið var að finna í Berger í Svelvik, suðvestur af Osló.
Húsið var að finna í Berger í Svelvik, suðvestur af Osló. EPA

Lögregla í Noregi rannsakar nú eldsvoða í húsi í bænum Berger í Svelvik aðfararnótt mánudags, þar sem fjögurra manna fjölskylda fannst látin, sem manndráp, sjálfsvíg og íkveikju.

Í tilkynningu frá norsku lögreglunni kemur fram að fjölskyldufaðirinn sé grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og tvö börn áður en hann kveikti í húsinu. Maðurinn fannst einnig látinn í rústum hússins.

Í frétt NRK segir að lögregla segi að krufning hafi leitt í ljóst að konan og börnin tvö, sem voru tíu og tólf ára, hafi látist áður en eldsvoðinn varð. Því sé málið nú rannsakað sem dráp og íkveikja, segir lögreglustjórinn Odd Skei Kostvei.

Fjölskyldufaðirinn starfaði sem slökkviliðsmaður í Svelvik, en búið er að bera kennsl á öll fjögur líkin sem fundust í rústum hússins.

„Þetta harmþrungna mál hefur skekið nærsamfélagið. Þegar rannsóknin bendir nú til þess að einn hinna látnu hafi staðið fyrir þessu þá hefur það sérstaklega mikil áhrif á alla aðstandendur, vini og samstarfsmenn. Við vonumst til að hægt sýna öllum þeim virðingu sem eiga erfiða daga í vændum vegna þessa, nú þegar jólahátíðin gengur í garð,“ er haft eftir Øyvind Aas, lögreglustjóra í Drammen.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×