Erlent

53 látnir eftir umferðarslys í Mexíkó

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hlúð að slösuðum. Á öðrum myndum má sjá raðir af látnum liggja á götunni.
Hlúð að slösuðum. Á öðrum myndum má sjá raðir af látnum liggja á götunni. AP

Að minnsta kosti 53 eru látnir og tugir slasaðir eftir að flutningabíll fór á hliðina í Mexíkó. Svo virðist sem bíllinn hafi verið að flytja ólöglega farendur frá Mið-Ameríku og væntanlega á leið til Bandaríkjanna.

Yfirvöld í Mexíkó segja að rúmlega hundrað manns hafi verið troðið inn í tengivagn bifreiðarinnar og virðist sem fjöldi þeirra hafi fallið út úr bílnum þegar slysið varð. 

Um eitt alvarlegasta umferðarslys í sögu Mexíkó er að ræða en slasaðir eru sagðir vera 58, sumir mjög alvarlega. Á meðal hinna látnu eru menn, konur og börn. Þjóðerni þeirra hefur ekki verið staðfest en lögreglumenn á staðnum segja að fólkið sé flest frá Hondúras og Guatemala. 

Vitni að slysinu segja að trukkurinn hafi verið á mikilli ferð þegar hann fór á hliðina í skarpri beygju á veginum og rann á göngubrú. 

Slysið varð í Chiapas ríki, sem er við landamærin að Gvatemala. Hundruð þúsunda manna fara þessa leið frá Mið-Ameríku á hverju ári með þá von í brjósti að komast til Bandaríkjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×