Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður einnig rætt við ráðherra um mögulegar tilslakanir á samkomubanni að lokinni örvunarbólusetningu.
Einnig verður fylgst með fjörugum umræðum á Alþingi í dag um kostnað við fjölgun ráðuneyta og meintar mannaveiðar Sjálfstæðisflokksins. Þá lítum við á smáhýsi sem hafa fengið stað í Hlíðunum og tvær heimilislausar konur munu flytja í á næstunni.
Að lokum verðum við í beinni frá jólatónleikum Bubba Morthens og kíkjum einnig á jólaskemmtun fatlaðra í miðbænum í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2.