Innlent

Bein út­sending: Eru í­þróttir leik­vangur karl­mennskunnar?

Atli Ísleifsson skrifar
Í nýlegri jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á öllum níu hverfisíþróttafélögunum kemur meðal annasrs fram að 66 prósent iðkenda eru karlkyns og 34 prósent iðkenda kvenkyns.
Í nýlegri jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á öllum níu hverfisíþróttafélögunum kemur meðal annasrs fram að 66 prósent iðkenda eru karlkyns og 34 prósent iðkenda kvenkyns. Vísir/Vilhelm

Eru íþróttir leikvangur karlmennskunnar er yfirskrift málstofu um jafnrétti í íþróttum sem haldin verður í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, milli klukkan 9 og 10:30.

Um er að ræða opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.

„Í nýlegri jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á öllum níu hverfisíþróttafélögunum kemur m.a. fram að 66% iðkenda eru karlkyns og 34% iðkenda kvenkyns. Einnig kemur fram að þátttaka innflytjenda endurspeglar ekki fjölda þeirra í borginni. Jafnt aðgengi að íþróttaiðkun þvert á hópa er réttlætis- og lýðheilsumál og mikilvægt að leiðrétta hlut þeirra hópa sem hallar á,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dagskrá

09.00 Setning - Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar

09.05 Jafnréttisúttekt hverfisíþróttafélaga - Sigríður Finnbogadóttir verkefnastjóri í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu

09.15 Jafnréttisúttekt á Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) - Ísleifur Gissurarson, íþróttastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur

09.25 Hinsegin fólk og íþróttir - Svandís Anna Sigurðardóttir sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar

09.35 Aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum í Breiðholti - Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti

09.45 Skýrsla um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar - Tillögur starfshóps varðandi vinnulag, viðhorf og menningu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

09.55 Umræður og fyrirspurnir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×