Fótbolti

Myndir frá snjóboltanum í Smáranum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markvörður Real Madrid sá ekki mikið.
Markvörður Real Madrid sá ekki mikið. vísir/vilhelm

Breiðablik mætti Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Aðstæður voru afar krefjandi en snjó kyngdi niður og ryðja þurfti völlinn fyrir leik og í hálfleik. Spilað var með appelsínugulum bolta svo hann sæist og flestir leikmenn og áhorfendur voru vel dúðaðir.

Þrátt fyrir að spila ekki í svona aðstæðum á hverjum degi vann Real Madrid öruggan 0-3 sigur. Kosovare Asllani skoraði tvö mörk fyrir Madrídinga og Claudia Zornoza eitt.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og tók meðfylgjandi myndir.

Eins og sjá má var fléttan í hári Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliði Breiðabliks, nánast frosin.vísir/vilhelm
Starfsmenn Kópavogsvallar höfðu í nægu að snúast fyrir leik og í hálfleik.vísir/vilhelm
Allar tiltækar græjur voru dregnar fram og notaðar í baráttunni við snjóinn.vísir/vilhelm
Veðurbarinn tökumaður.vísir/vilhelm
Hafrún Rakel Halldórsdóttir spyrnir í appelsínugulan boltann.vísir/vilhelm

Skyggni ekki ágætt.vísir/vilhelm

Hin sextán ára Vigdís Lilja Kristjánsdóttir spilaði seinni hálfleikinn.vísir/vilhelm
Heiðdís Lillýjardóttir í kröppum dansi.vísir/vilhelm
Ekki kjöraðstæður til að spila fótbolta.vísir/vilhelm
Breiðablik - Real Madrid Meistaradeild kvenna í knattspyrnuFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl

Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×