Lífið

Eftir­minni­legasta jóla­minningin: „Alveg snar­biluð á jólunum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
einkajol21

Nú eru aðeins um tvær vikur til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins.

Síðustu gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Svörin voru vægast sagt skemmtileg og mjög misjafnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru þau: Sigga Dögg, Friðrik Ómar, Króli og Helgi Ómars.

Króli sagði til að mynda frá því að Berglind frænka hans hefði svindlað á möndlugjafarleiknum í ótal ár og komst hann að því á síðasta ári.

„Það situr kannski mest í mér núna því núna verður fyrsta sanngjarna árið,“ segir Króli.

„Ég er alveg snarbiluð á jólunum fyrir börnin mín. Það fær hver og einn fimmtán til tuttugu gjafir en gjafirnar eru kannski bara snakkpoki og ég pakka öllum andskotanum inn. Jólin eru alveg tveir dagar hjá mér, líka jóladagur og ég vil hafa þetta alveg snældusnar,“ segir Sigga Dögg og heldur áfram.

„Ég veit að mörgum finnst jólin eiga vera kyrrlát og falleg en ég vil bara jóla á sterum. Amerískt alla leið og keyrum þetta í gang.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×