Fótbolti

Spilaði í stuttermatreyju í snjóbyl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tvær grjótharðar í stuttermatreyju í snjónum.
Tvær grjótharðar í stuttermatreyju í snjónum. vísir/vilhelm

Karítas Tómasdóttir lét snjóinn og kuldann í gær ekki á sig fá og spilaði í stuttermatreyju gegn Real Madrid í síðasta heimaleik Breiðabliks í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Madrídingar unnu leikinn með þremur mörkum gegn engu þrátt fyrir að spila í aðstæðum sem þeir lenda eflaust ekki oft í. Snjó kyngdi niður í gær og ryðja þurfti Kópavogsvöllinn fyrir leik.

Kuldinn virtist ekkert bíta á Karítas sem byrjaði leikinn í stuttermatreyju, í engri innanundir treyju og ekki með vettlinga. Á meðan flestir leikmenn voru afar kuldalegir var engan bilbug á Rangæingnum að finna.

Karítas fór þó í innanundirtreyju í hálfleik enda ekki furða. Hún lék allan leikinn á miðju Breiðabliks.

Blikar hafa tapað öllum fimm leikjum sínum í B-riðli og eiga enn eftir að skora mark. Í lokaumferð riðlakeppninnar í næstu viku sækir Breiðablik Paris Saint-Germain heim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.