121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 19:19 Nú hafa 121 þúsund manns mætt í örvunarbólusetningu. Vísir/Sigurjón Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47