Fjögur mörk og þrjú rauð er Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:21 Dómari leiksins hafði í nægu að snúast í leik Porto og Atlético Madrid í kvöld. Octavio Passos/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 útisigri gegn Porto þar sem öll mörk leiksins, sem og þrjú rauð spjöld, litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira
Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Sjá meira
Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01
Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00