Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.
Sindri Sindrason flytur fréttir klukkan 18.30.

Knattspyrnusamband Íslands vissi af fjórum frásögnum um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi innan sambandsins, samkvæmt niðurstöðum úttektarnefndar.

Þrjú málanna varða landsliðsmenn í knattspyrnu. Guðni Bergsson fyrrverandi formaður er sagður hafa vitað af tveimur þeirra þegar hann sagði í ágúst að slík mál væru ekki á borði samtakanna.

Í kvöldfréttum verður fjallað ítarlega um málið og rætt við baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi í beinni útsendingu um niðurstöður nefndarinnar.

Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað á samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við barnalækni sem segir að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem heitar umræður sköpuðust í dag um fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga, tökum stöðuna á Grímsvötnum og kíkjum á rándýrar vörur í nytjaverslun Góða hirðisins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×