Fótbolti

Bellingham sektaður en sleppur við bann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jude Bellingham þarf að opna veskið, en sleppur við bann.
Jude Bellingham þarf að opna veskið, en sleppur við bann. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images

Enska ungstirnið Jude Bellingham hefur verið sektaður um 40.000 evrur af þýska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét fallla í garð dómara leiksins, Felix Zwayer, eftir 3-2 tap Dortmund gegn Bayern München um helgina. Sóknarmaðurinn ungi sleppur þó við bann.

Eins og áður hefur verið greint frá setti Bellingham spurningamerki við ákvörðun þýska knattspyrnusambandsins að setja dómara sem áður hefur verið viðriðinn hagræðingu úrslita á stærsta leik ársins í þýskur deildinni. Átti hann þá við mál frá árinu 2005 þar sem Zwayer var dæmdur í sex mánaða bann.

Bellingham hlýtur að teljast heppinn að sleppa við bann, en Englendingurinn þarf þó að opna veskið og greiða fyrir orð sín. Þá var einnig greint frá því fyrr í dag að ummæli leikmannsins séu til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni, en búist er við því að saksóknari þar í landi taki ákvörðun um það í vikunni hvort ákæra verði lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×