Umboðsmaður barna krefur Strætó um svör vegna verðhækkana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 20:03 Verð á árskorti fyrir ungmenni á aldrinum 11-17 ára hækkaði nýverið um 60 prósent . Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent forsvarsmönnum Strætó bs. bréf þar sem krafist er ýmissa svara í tengslum við nýlega verðhækkun á árskorti ungmenna. Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“ Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“
Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00