Umboðsmaður barna krefur Strætó um svör vegna verðhækkana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 20:03 Verð á árskorti fyrir ungmenni á aldrinum 11-17 ára hækkaði nýverið um 60 prósent . Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent forsvarsmönnum Strætó bs. bréf þar sem krafist er ýmissa svara í tengslum við nýlega verðhækkun á árskorti ungmenna. Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“ Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“
Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00