Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. nóvember 2021 19:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir það hafa lengi staðið til að einfalda gjaldskránna. Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“ Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Breytingarnar taka gildi þann 16. nóvember næstkomandi en við breytinguna hækka árskort ungmenna og eldri borgara til að mynda töluvert í verði. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þó ekki aðeins um hækkanir að ræða heldur einnig lækkanir. Stakt fargjald og árskort hjá öryrkjum lækkar til að mynda nokkuð, auk þess sem þeir munu nú geta keypt mánaðarkort. Þá mun öldruðum og eldri borgurum einnig standa til boða að kaupa mánaðarkort, sem áður hefur ekki verið í boði. Mánaðarkort fyrir fullorðna lækka einnig í verði. Við ákvörðun á breytingunum var litið til annara landa í kringum Íslands og hefur vinna við það staðið yfir undanfarið tvö og hálft ár. „Niðurstaðan var sú að einfalda og það var gert með því að fækka afsláttarflokkum og fækka þá þeim sem hafa mikinn afslátt,“ segir Jóhannes. Nú er aðeins um að ræða þrjá afsláttarflokka. Einn sem kveður ekki á um neinn afslátt, annan sem kveður á um 50 prósent afslátt fyrir aldraða og ungmenni, og þriðja sem kveður á um 70 prósent afslátt fyrir öryrkja. „Það var orðið mjög mikið misræmi í gjaldskránni, það var verið að hækka einn flokkinn en ekki hinn, almenna fargjaldið og ekki einhver mánaðarkort, þannig þetta var orðið svolítið svona flókið að okkar mati og við vildum bara einfalda þetta þannig það væri skýrt fyrir alla hvað þeir væru að borga,“ segir Jóhannes. Nokkuð hefur borið á gagnrýni um breytinguna þar sem fólk er ósátt við að árskort aldraðra og ungmenna hækki. „Þetta er vissulega mikið í prósentum og skiptir auðvitað fólk einhverju máli en við reyndum svona við þessa breytingu að horfa til þess að það væri einhvers staðar hægt að lækka þannig að tekjuminni fjölskylda sæti svona á sama stað,“ segir Jóhannes. Jóhannes segist gera sér grein fyrir að eflaust séu ekki allir sáttir við breytinguna en hún hafi verið gerð með það að markmiði að auka sveigjanleika. „Þetta teljum við að sé bara hið besta mál og þægilegt að koma þessu á framfæri við notendur. En það er alveg rétt að það eru líka neikvæðir hlutir í þessu, við ætlum ekkert að neita því, en stundum þarf bara að taka erfiðar ákvarðanir.“
Strætó Samgöngur Neytendur Eldri borgarar Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40 Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58
36 milljónir í þróun almenningssamgangna um land allt Sjö verkefni á sviði almenningssamgangna fá úthlutað samtals 36 milljónum króna frá samgönguráðuneyti til að styðja við þróun almenningssamgangna um land allt. 5. október 2021 21:40
Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. 2. september 2021 09:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent