Innlent

Fékk kær­komna stað­­festingu á að í sér renni blóð

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Willum bólusetning 3
vísir/óttar

Örvunar­bólu­setning heil­brigðis­ráð­herra gekk ekki alveg slysa­laust fyrir sig þó stór­slys hafi sannar­lega ekki átt sér stað. Það blæddi ör­lítið úr hand­legg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunar­fræðingurinn sem bólu­setti hann komst að orði.

„Úps, heyrðu nú bara blæðir þér út,“ grínaðist hún við ráðherrann sem sýndi engin svipbrigði vegna þessarar lítilvægu uppákomu. 

„Nú látum við ríkið splæsa á þig plástri!“

Fréttastofa náði tali af ráðherranum eftir örvunarbólusetninguna:

Hvernig er tilfinningin?

„Heyrðu hún er bara góð. Það hefur sýnt sig að þetta hjálpar okkur í baráttunni,“ sagði Willum Þór Þórsson.

Spurður út í óhappið við sprautuna fagnaði hann því. Fór eitthvað úrskeiðis þarna?

„Nei, ég bara var svo ánægður að fá staðfestingu á því að það renni í manni blóðið.“ Þannig þetta var ekki vont? „Nei, nei.“

Willum með plástur í boði ríkisins.vísir/óttar

Ertu vel örvaður núna?

„Já, ég finn það. Þetta er strax að skila sér.“

Rannsóknir hafa sýnt það að örvunarbólusetning minnkar mjög líkurnar á smiti og ver vel gegn þekktustu afbrigðum veirunnar. Enn er þó allt á huldu um virkni þess gegn nýja omíkron-afbrigðinu.

„Nú margfaldast stuðullinn. Fyrst og fremst er ég nú svo fullur aðdáunar á því hvað þetta gengur vel og hvað þetta frábæra fólk sem er að vinna þetta gerir þetta vel,“ sagði Willum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.