Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:45 Þungavigtin Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn. Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift. MLS Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift.
MLS Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira