Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Grímsvötnum en Veðurstofa Íslands ákvað í morgun að hækka viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs úr gulum í appelsínugulan í ljósi skjálftahrinunnar í morgun.

Þá verður rætt við sóttvarnalækni um kórónuveirufaraldurinn og ganginn í bólusteningum með örvunarskammt en það hefur sýnt sig að örvunarskammtur margfaldar vörnina gegn veirunni.

Að auki verður fjallað um kynjahlutfall í nefndum Alþingis en þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig best sé að jafna það hlutfall. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.