Fyrrverandi leikmaður Pepsi deildarinnar í fótbolta eftirlýstur í 194 löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 08:31 Babacar Sarr í leik með Molde í Evrópudeild UEFA haustið 2018. EPA-EFE/MALTON DIBRA Alþjóðalögreglan, Interpol, leitar enn að senegalska knattspyrnumanninum Babacar Sarr sem spilaði hér á landi fyrir tæpum áratug síðan. Hans hefur nú verið leitað í tvö ár og það er eins og jörðin hafi gleypt hann. Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet. Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Leikmaður Selfoss í Pepsi deildinni 2012 yfirgaf Ísland eftir það tímabil og spilaði í kjölfarið í mörg ár í Noregi. Það endaði ekki vel þegar hann var ákærður fyrir nauðgun. Norska Dagbladet fer yfir sögu Babacar Sarr sem er á flótta undan réttvísinni og hefur verið það í langan tíma. Sarr spilaði með norsku félögunum Start, Sogndal og Molde á árunum 2013 til 2019 en kvöld í maímánuði 2017 átti eftir að breyta öllu fyrir hans framtíð. https://t.co/6LCQ8m4Yoa— Dagbladet Sport (@db_sport) December 5, 2021 Kona á þrítugsaldri kærði hann þá fyrir nauðgun eftir að hafa sagt frá því að hún hefði vaknað með hann ofan á sér. Konan sagðist hafa sofnað og að hann hefði nauðgað henni á meðan hún svaf. Hann sagði aðra sögu og hélt því fram að konan hefði gefið sitt samþykki. Sarr var reyndar sýknaður um nauðgun af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Alþjóðalögreglan leitar nú aðstoðar út um allan heim til að fá Sarr framseldan til Noregs til að taka málið aftur fyrir á næsta réttarstigi. Dagbladet slær því upp að Sarr sé nú eftirlýstur í 194 löndum. Sarr skrifaði undir samning við rússneska félagið Yenisey Krasnoyarsk eftir að hann yfirgaf Noreg en var látinn fara þegar félagið féll í lok 2018-19 tímabilsins. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að norska lögreglan lýsti eftir honum út um allan heim þá samdi Sarr við Damac í Sádí Arabíu. Nýjustu fréttirnar af Sarr er að það veit enginn hvar hann er niðurkominn. Hann er ekki lengur í Sádí Arabíu en meira vita menn ekki. Ríkissaksóknari gefst ekki upp Ríkissaksóknarinn Ingvild Thorn Nordheim hefur ekki gefist upp og það þrátt fyrir þessi tvö árangurslausu ár. „Við höfum reynt allar leiðir til að hafa upp á honum. Við höfum farið lagaleiðina, haft samband við samskiptafulltrúa hans, talað við umboðsmanninn hans, talað við lögfræðinga hans, hringt í síma hans og sent honum tölvupóst, svo að ég nefni eitthvað. Interpol hefur líka aðstoðað okkur en við erum ekki búin að gefast upp,“ sagði Ingvild Thorn Nordheim við Dagbladet. Meira en sjö þúsund manns eru eftirlýst af Interpol og lifa flest lífi sínu í felum. Það lítur út fyrir að Sarr ætli að reyna að halda sér í þeim hópi. „Við trúum því ennþá að við getum haft upp á honum. Það eru engin tímamörk og þetta mun ekki renna út á tíma,“ sagði Nordheim. Það má lesa meira um þetta með því að skoða frétt Dagbladet.
Norski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira