Innlent

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Rostungurinn Valli kætti landsmenn þegar margir voru orðnir þreyttir á kosningabaráttunni.
Rostungurinn Valli kætti landsmenn þegar margir voru orðnir þreyttir á kosningabaráttunni. VÍSIR

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Allt frá stærsta máli ársins: Banni við lausagöngu katta á Akureyri til þátttöku dýranna í alþingiskosningunum. Baráttu refsins Gústa jr. við Matvælastofnun og innlegg dýranna til heilbrigðis- og loftslagsmála. Þetta er ekki flókið. Dýr ársins.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum

Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 

John Snorri reyndi hið fáránlega til að takast hið ómögulega

„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“. Þessi speki spænsks rithöfundar voru einkunnarorð John Snorra Sigurjónssonar fjallgöngukappa. Orð sem áttu vel við hjá manni sem vann endurtekið afrek sem okkur hinum fannst ótrúleg.

Svona var djammið á öðru ári veirunnar

Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×