Fótbolti

Sæ­var Atli kom inn af bekknum og skoraði í dramatísku jafn­tefli Lyng­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið.
Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið. Twitter/@LyngbyBoldklub

Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekknum og skoraði það sem virtist ætla að vera sigurmark Lyngby er liðið heimsótti HB Köge á útivelli í dönsku B-deildinni í dag. Allt kom þó fyrir ekki.

Leikur Köge og Lyndby var hin mesta skemmtun. Færeyingurinn Petur Knudesen kom Lyngby yfir eftir tæpan hálftíma leik. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er flautan gall.

Heimamenn fengu vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Frederik Ibsen varði spyrnu Pierre Larsen. Það kom þó ekki að sök þar sem Joachim Rothmann kom heimamönnum yfir mínútu síðar. Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH, með stoðsendinguna – hann átti svo eftir að koma meira við sögu undir lok leiks.

Á 68. mínútu kom Sævar Atli inn af bekknum og tíu mínútum síðar jafnaði Kristian Dirk Riis metin fyrir Lyngby. Það var svo fjórum mínútum síðar, á 82. mínútu, sem Sævar Atli kom Lyngby í 3-2 en því miður var Gomes ekki búinn að segja sitt síðasta.

Það voru komnar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu hornspyrnu og viti menn. Gomes stökk manna hæst og stangaði boltann í netið, staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins.

Með sigri hefðu lærisveinar Freys Alexanderssonar farið upp í 2. sætið en eftir leik dagsins er liðið í 3. sæti með 36 stig, þremur minna en topplið Helsingor sem hefur einnig leikið 18 leiki. Lærisveinar Daniels Agger í Köge eru í 7. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×