Innlent

Ánægja með Dag minni í austurborginni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er einn þeirra sem mun kynna áætlunina.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er einn þeirra sem mun kynna áætlunina. Vísir/Vilhelm

Reykvíkingar eru ánægðari með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en aðrir landsmenn. Íbúar í vesturhluta borgarinnar eru mun ánægðari með störf borgarstjóra en aðrir. 

Um 40 prósent Reykvíkinga eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar2, Vísis og Bylgjunnar. Könnunin var lögð fyrir á tveimur tímabilum, sú fyrri dagana 26. október til 3. nóvember og seinni 23. október til 2. desember. Svarendur í Reykjavík voru 601 og á landinu öllu 2.128.

Tölurnar frá febrúarmánuði eru eldri tölur Maskínu.MASKÍNA

Ánægja með borgarstjóra dvínar á milli mánaða en rúm 40 prósent Reykvíkinga sögðust ánægðir með störf borgarstjóra í febrúar en 39 prósent í nóvember. Aðrir landsmenn virðast ekki eins ánægðir með störf borgarstjóra en rúm 30 prósent annarra landsmanna sögðust ánægðir með störf borgarstjóra í febrúar en þeir voru rúm 28 prósent í nóvember.

Ánægjan er misjöfn eftir búsetu innan Reykjavíkur.MASKÍNA

Þá er ánægja Reykvíkinga misjöfn eftir búsetu. Rúm 60 prósent þeirra sem búsettir eru í Miðborg eða Vesturbæ eru ánægðir með störf borgarstjóra en einungis 28 prósent þeirra sem búa í Reykjavík austan Elliðaáa.

Staðan á öllu landinu.MASKÍNA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×