Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2021 11:42 Matvælastofnun rannsakar nú meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssna. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06