Innlent

Skotið á rúður í fjöl­býlis­húsum í Kópa­vogi

Eiður Þór Árnason skrifar
Húsráðendum í Kórahverfinu var eðlilega brugðið.
Húsráðendum í Kórahverfinu var eðlilega brugðið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan er nú með til rannsóknar tvö tilvik þar sem skotið var á þrjár rúður í tveimur íbúðum í fjölbýlishúsum í Kórahverfinu í Kópavogi að næturlagi fyrr í vikunni.

Á öðrum staðnum fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir að húsráðendum hafi eðlilega verið mjög brugðið vegna þessa. Talið er að loftbyssa hafi verið notuð við verknaðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×