Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2021 22:11 Flugsýn yfir hringveginn og brúna yfir Gígju á Skeiðarársandi í dag. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú. Til hægri sést til Lómagnúps og Fljótshverfis. Ragnar Axelsson Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug yfir Grímsvötn í dag. Sjá má vök komna á vötnin og gufumekki stíga þaðan upp. Gufumekkir stigu upp úr Grímsvötnum í dag þar sem jarðhitinn bræddi sig í gegnum ísinn.Ragnar Axelsson Íshellan yfir vötnunum hefur sigið um tíu metra á síðustu tveimur vikum en í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sér Helgi Björnsson jöklafræðingur á mælitækjum hvernig hlaupið er að vaxa. „Svo rís þetta með þessum hraða upp og er komið núna í 800 rúmmetra á sekúndu,“ segir Helgi um leið og hann bendir á línuritið. Jarðvísindamennirnir Helgi Björnsson og Páll Einarsson í Öskju, húsi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag.Sigurjón Ólason Hlaupvatnið rennur um rásir undir Skeiðarárjökli og í dag mátti sjá skýr merki þess að það væri byrjað að spretta undan jökulsporðinum. Og meðan Ragnar flaug þarna yfir í dag settum við hann í beint símasamband við Helga til að lýsa rennslinu. „Ég held að það sé að koma í báðar, bæði Gígjukvísl og svo í Skeiðará. Það er að koma þarna upp undan við fjallið austast,“ sagði Ragnar úr flugvélinni. „En það er ekkert niður í gamla Skeiðarárfarveginn, er það?“ spurði Helgi. „Jaa, það gæti gert það,“ svaraði Ragnar. Hlaupvatnið rennur í farvegi Skeiðarár við Jökulfell en sveigir síðan vestur með sporði Skeiðarárjökuls og yfir í Gígju. Fjær til hægri sést til Skaftafells og Öræfajökuls.Ragnar Axelsson Næst jöklinum fylgdi hlaupið gamla farvegi Skeiðarár en okkur virtist það síðan rennu meðfram jaðri Skeiðarárjökuls og yfir í Gígjukvísl. Þar var áin í dag greinilega farin að bólgna út og breiða úr sér. En verður þetta stórt hlaup í sögulegu samhengi? „Nei, það er ekki mikið í Grímsvötnum, - ekki eins og var. Það er einn rúmkílómetri en hér áður fyrr voru þeir þrír. Þannig að við erum að tala um að það gæti kannski á viku, eða rúmlega það, náð þrjú-fjögurþúsund teningsmetrum á sekúndu, sem er lítið. Því að hlaupið í Gjálpargosinu var fimmtíu. En þetta fer rólega af stað,“ svarar Helgi. Flogið yfir Grímsvötn í dag.Ragnar Axelsson En stóra spurningin er: Fylgir þessu eldgos, eins og gerðist í hlaupinu árið 2004? „Þá var sem sé vatnsborðið í Grímsvötnum búið að falla niður um, held ég, tuttugu metra þegar gosið kom upp. Núna hefur vatnsborðið fallið um tíu metra. Þannig að það er kannski ekki alveg komið að þessum punkti,“ svarar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en tekur fram að það sé ekkert víst að gos verði. „Gosin í Grímsvötnum eiga sér venjulega greinilegan aðdraganda, svona skammtíma aðdraganda. Það er að segja; það kemur venjulega skjálftahrina rétt á undan, áður en eldgos brýst upp. Þannig að það má nú reikna með að þess verði nú vart áður en gosið brýst upp. En það er ekkert slíkt ennþá sjáanlegt,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er Gjálpargosið árið 1996 rifjað upp en það sópaði burt brúnni yfir Gígju og tók hluta Skeiðarárbrúar: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36 Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53 Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01 Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug yfir Grímsvötn í dag. Sjá má vök komna á vötnin og gufumekki stíga þaðan upp. Gufumekkir stigu upp úr Grímsvötnum í dag þar sem jarðhitinn bræddi sig í gegnum ísinn.Ragnar Axelsson Íshellan yfir vötnunum hefur sigið um tíu metra á síðustu tveimur vikum en í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sér Helgi Björnsson jöklafræðingur á mælitækjum hvernig hlaupið er að vaxa. „Svo rís þetta með þessum hraða upp og er komið núna í 800 rúmmetra á sekúndu,“ segir Helgi um leið og hann bendir á línuritið. Jarðvísindamennirnir Helgi Björnsson og Páll Einarsson í Öskju, húsi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag.Sigurjón Ólason Hlaupvatnið rennur um rásir undir Skeiðarárjökli og í dag mátti sjá skýr merki þess að það væri byrjað að spretta undan jökulsporðinum. Og meðan Ragnar flaug þarna yfir í dag settum við hann í beint símasamband við Helga til að lýsa rennslinu. „Ég held að það sé að koma í báðar, bæði Gígjukvísl og svo í Skeiðará. Það er að koma þarna upp undan við fjallið austast,“ sagði Ragnar úr flugvélinni. „En það er ekkert niður í gamla Skeiðarárfarveginn, er það?“ spurði Helgi. „Jaa, það gæti gert það,“ svaraði Ragnar. Hlaupvatnið rennur í farvegi Skeiðarár við Jökulfell en sveigir síðan vestur með sporði Skeiðarárjökuls og yfir í Gígju. Fjær til hægri sést til Skaftafells og Öræfajökuls.Ragnar Axelsson Næst jöklinum fylgdi hlaupið gamla farvegi Skeiðarár en okkur virtist það síðan rennu meðfram jaðri Skeiðarárjökuls og yfir í Gígjukvísl. Þar var áin í dag greinilega farin að bólgna út og breiða úr sér. En verður þetta stórt hlaup í sögulegu samhengi? „Nei, það er ekki mikið í Grímsvötnum, - ekki eins og var. Það er einn rúmkílómetri en hér áður fyrr voru þeir þrír. Þannig að við erum að tala um að það gæti kannski á viku, eða rúmlega það, náð þrjú-fjögurþúsund teningsmetrum á sekúndu, sem er lítið. Því að hlaupið í Gjálpargosinu var fimmtíu. En þetta fer rólega af stað,“ svarar Helgi. Flogið yfir Grímsvötn í dag.Ragnar Axelsson En stóra spurningin er: Fylgir þessu eldgos, eins og gerðist í hlaupinu árið 2004? „Þá var sem sé vatnsborðið í Grímsvötnum búið að falla niður um, held ég, tuttugu metra þegar gosið kom upp. Núna hefur vatnsborðið fallið um tíu metra. Þannig að það er kannski ekki alveg komið að þessum punkti,“ svarar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en tekur fram að það sé ekkert víst að gos verði. „Gosin í Grímsvötnum eiga sér venjulega greinilegan aðdraganda, svona skammtíma aðdraganda. Það er að segja; það kemur venjulega skjálftahrina rétt á undan, áður en eldgos brýst upp. Þannig að það má nú reikna með að þess verði nú vart áður en gosið brýst upp. En það er ekkert slíkt ennþá sjáanlegt,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er Gjálpargosið árið 1996 rifjað upp en það sópaði burt brúnni yfir Gígju og tók hluta Skeiðarárbrúar:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36 Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53 Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01 Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36
Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53
Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45