Fær engar bætur eftir að fimm lítrar af ólífuolíu skemmdu flugfarangurinn Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2021 07:57 Flugfarþeginn flutti fimm lítra af olífuolíu í töskunni. Getty Samgöngustofa hefur hafnað kröfum manns um skaðabætur úr hendi flugfélagsins Wizz Air vegna tjóns sem varð á innrituðum farangri hans í flugi eftir að ílát, sem geymdi fimm lítra af ólífuolíu, sprakk og olli tjóni á fatnaði, raftækjum og fleiru í töskunni. Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira