Fótbolti

Flestar sem byrjuðu í sigrinum á Japan verma bekkinn gegn Kýpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir á sprettinum í landsleik á Laugardalsvellinum í haust.
Sveindís Jane Jónsdóttir á sprettinum í landsleik á Laugardalsvellinum í haust. Vísir/Hulda Margrét

Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld síðasta leik sinn á árinu 2021 þegar liðið mætir heimastúlkum á Kýpur í undankeppni HM 2023.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 sigurleiknum á Japan 2-0 í vináttulandsleik fyrir helgi.

Aðeins fimm leikmenn halda sæti sínu í liðinu eða þær Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir fara allar út úr byrjunarliðinu á milli leikja.

Í stað þeirra koma inn þær Sandra Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppninni síðan að íslensku stelpurnar unnu 5-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvellinum. Þrjár af þeim fjórum sem skoruðu í þeim leik eru í byrjunarliðinu í kvöld eða þær Sveindís Jane (2 mörk), Dagný og Karólína Lea.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi auk þess hann verðir gerður upp með umfjöllun, viðtölum og einkunnagjöf seinna í kvöld.

 • Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur:
 • Sandra Sigurðardóttir
 • -
 • Guðný Árnadóttir
 • Glódís Perla Viggósdóttir
 • Guðrún Arnardóttir
 • Hallbera Guðný Gísladóttir
 • -
 • Dagný Brynjarsdóttir
 • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
 • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
 • -
 • Sveindís Jane Jónsdóttir
 • Berglind Björg Þorvaldsdóttir
 • Agla María AlbertsdóttirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.