Innlent

Hundrað milljónir aukalega í skatteftirlit

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skatturinn mun meðal annars nýta þessar 100 milljónir.
Skatturinn mun meðal annars nýta þessar 100 milljónir. Vísir/Eiður

Áætlað er að hundrað milljónir króna verði sett aukalega til þess að efla skattrannsóknir og skatteftirlit samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Frumvarpið var kynnt í dag og þar kemur meðal annars að það sé eitt að markmiðum frumvarpsins að bæta skattskil og tekjuöflun til sameiginlegra útgjalda.

Ætlunin er að hundrað milljónir verði settar aukalega í skattrannsóknir og eftirlit, meðal annars með áherslu á áhættustjórnun og að uppræta peningaþvætti.

Í frumvarpinu kemur fram að um sé að ræða framhald af verkefni sem hófst á síðasta ári en vonir standa til að með auknu skatteftirliti sé hægt að gera ráð fyrir auknum tekjum ríkissjóðs á næstu árum og þannig jákvæðum áhrifum á afkomu ríkissjóðs.


Tengdar fréttir

Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum

Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað.

Hættumerki, vannýtt tækifæri og öryrkjar sitji áfram eftir

Stjórnarandstaðan gagnrýnir að ennþá vanti upp á leiðréttingar fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá vanti mikið upp á að framlög til heilbrigðs-og loftslagsmála séu í takt við stjórnarsáttmálann. 

Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum

Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.