Innlent

Hall­dóra endur­kjörin og Björn Leví valinn með hlut­kesti

Eiður Þór Árnason skrifar
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og Björn Leví Gunnarsson formaður.
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, og Björn Leví Gunnarsson formaður. Vísir

Halldóra Mogensen var endurkjörin þingflokksformaður Pírata á þingflokksfundi í dag. Þá hlaut Björn Leví Gunnarsson jafnframt embætti formanns flokksins en hann var valinn með hlutkesti líkt og þingflokkurinn hefur gert við upphaf hvers löggjafarþings.

Á fundinum var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir einnig endurkjörin varaþingflokksformaður og Gísli Rafn Ólafsson útnefndur næsti ritari þingflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Að sögn Pírata fylgja formannsembættinu engar formlegar skyldur eða valdheimildir innan flokksins. Þingflokkurinn standi fyrir formannsvalinu til að uppfylla formkröfur Alþingis og tryggja aðgang að sömu aðstoð og þingflokkar njóta.

Björn Leví hyggst hafna 50 prósenta formannsálagi á þingfararkaup sitt, líkt og fyrri formenn Pírata.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.