Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 19:02 Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. Íslenskt samfélag er nú í kjörstöðu til þess að horfa til framtíðar og sækja fram í þágu vaxandi velsældar segir í upphafsorðum nýs stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. Sáttmálin snertir á um þrjátíu málaflokkum. Ánægð með áherslur í heilbrigðismálum Í kaflanum um heilbrigðismál kemur m.a fram að stefnt er að því að þjónustutengd fjármögnun verði innleidd í auknum mæli í heilbrigðiskerfið, settir upp miðlægir biðlistar og tryggt að þjónusta sé veitt innan tiltekins ásættanlegs biðtíma. Staða og hlutverk Landspítalans sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins verður styrkt. Áfram verður dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með áherslu á viðkvæma hópa. Þá verður geðheilbrigðisþjónusta áfram efld fyrir alla hópa samfélagsins, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala er ánægð með heilbrigðiskaflann í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítalans er ánægð með nýjan sáttmála ríkisstjórnarinnar.Vísir/Sigurjón „Það er mjög jákvætt að það eigi að efla og styrkja þjóðarsjúkrahúsið, bráðamóttökuna og gjörgæsluna eins og sérstaklega er getið um í sáttmálanum. Og það eigi að horfa á menntun heilbrigðisstétta til framtíðar. Það er alveg ljóst að það þarf að skoða fjármögnun spítalans og þessi framleiðslutengda fjármögnun sem getið er um í nýjum samningi er hluti af því ,“ segir Guðlaug Rakel. Náttúran fjarverandi Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um loftslagsmál um ein og hálf blaðsíða og þannig með lengri köflum í sáttmálanum. Þar kemur fram að stefnt er á að Ísland verði lágkolefnishagkerfi og nái kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Sett verður sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við 2005. Þá er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri LandverndaVísir/Sigurjón Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segist ánægð með markmið um samdrátt í losun gróðurhússloftegunda og markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Þar með sé það nánast upptalið. „Okkur finnst mjög skrítið miðað við samsetningu ríkistjórnarinnar að náttúran sé næstum því fjarverandi. Það á ekki að fara í neinar aðgerðir til að efla verndun hennar, nema síður sé. Þá höfum við miklar áhyggjur af því að umhverfisráðherra eigi líka að vera orkumálaráðherra því hagsmunir málaflokkanna stangast oft á,“ segir Auður. Aðspurð um hvaða aðgerðir hún myndi vilja sjá svarar hún: „Eins og í síðasta ríkisstjórnarsáttmála þá myndum við vilja sjá markmið um hálendisþjóðgarð, sjá stofnun utan um náttúruvernd, efla náttúruminjaskrá og stækka fyrirliggjandi virkjanir í stað þess að ætla að virkja á nýjum svæðum,“ segir Auður. Vonar að ríkistjórnin standi sig betur nú en síðast Í kafla ríkisstjórnarinnar um öryrkja kemur m.a. eftirfarandi fram einfalda á örorkulífeyriskerfið og draga úr tekjutengingum. Þátttaka og endurkoma einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað verður auðvelduð. Þá á að vinna markvisst að því að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ætlar að reyna að vera bjartsýn fyrir hönd málaflokksins. „Það var margt fallegt skrifað inn í síðasta stjórnarsáttmála um öryrkja og fatlað fólk en þrátt fyrir það þá var þetta fólk skilið eftir. En ég er bjartsýn og vonandi tekst ríkisstjórninni ætlunarverk sitt á þessu kjörtímabili. Þá þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég vona svo sannarlega að nýr félagsmálaráðherra fái tækifæri til að bæta og breyta,“ segir Þuríður. Loftslagsmál Heilbrigðismál Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31 Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Íslenskt samfélag er nú í kjörstöðu til þess að horfa til framtíðar og sækja fram í þágu vaxandi velsældar segir í upphafsorðum nýs stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. Sáttmálin snertir á um þrjátíu málaflokkum. Ánægð með áherslur í heilbrigðismálum Í kaflanum um heilbrigðismál kemur m.a fram að stefnt er að því að þjónustutengd fjármögnun verði innleidd í auknum mæli í heilbrigðiskerfið, settir upp miðlægir biðlistar og tryggt að þjónusta sé veitt innan tiltekins ásættanlegs biðtíma. Staða og hlutverk Landspítalans sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins verður styrkt. Áfram verður dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með áherslu á viðkvæma hópa. Þá verður geðheilbrigðisþjónusta áfram efld fyrir alla hópa samfélagsins, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala er ánægð með heilbrigðiskaflann í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítalans er ánægð með nýjan sáttmála ríkisstjórnarinnar.Vísir/Sigurjón „Það er mjög jákvætt að það eigi að efla og styrkja þjóðarsjúkrahúsið, bráðamóttökuna og gjörgæsluna eins og sérstaklega er getið um í sáttmálanum. Og það eigi að horfa á menntun heilbrigðisstétta til framtíðar. Það er alveg ljóst að það þarf að skoða fjármögnun spítalans og þessi framleiðslutengda fjármögnun sem getið er um í nýjum samningi er hluti af því ,“ segir Guðlaug Rakel. Náttúran fjarverandi Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um loftslagsmál um ein og hálf blaðsíða og þannig með lengri köflum í sáttmálanum. Þar kemur fram að stefnt er á að Ísland verði lágkolefnishagkerfi og nái kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Sett verður sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við 2005. Þá er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri LandverndaVísir/Sigurjón Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segist ánægð með markmið um samdrátt í losun gróðurhússloftegunda og markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Þar með sé það nánast upptalið. „Okkur finnst mjög skrítið miðað við samsetningu ríkistjórnarinnar að náttúran sé næstum því fjarverandi. Það á ekki að fara í neinar aðgerðir til að efla verndun hennar, nema síður sé. Þá höfum við miklar áhyggjur af því að umhverfisráðherra eigi líka að vera orkumálaráðherra því hagsmunir málaflokkanna stangast oft á,“ segir Auður. Aðspurð um hvaða aðgerðir hún myndi vilja sjá svarar hún: „Eins og í síðasta ríkisstjórnarsáttmála þá myndum við vilja sjá markmið um hálendisþjóðgarð, sjá stofnun utan um náttúruvernd, efla náttúruminjaskrá og stækka fyrirliggjandi virkjanir í stað þess að ætla að virkja á nýjum svæðum,“ segir Auður. Vonar að ríkistjórnin standi sig betur nú en síðast Í kafla ríkisstjórnarinnar um öryrkja kemur m.a. eftirfarandi fram einfalda á örorkulífeyriskerfið og draga úr tekjutengingum. Þátttaka og endurkoma einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað verður auðvelduð. Þá á að vinna markvisst að því að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ætlar að reyna að vera bjartsýn fyrir hönd málaflokksins. „Það var margt fallegt skrifað inn í síðasta stjórnarsáttmála um öryrkja og fatlað fólk en þrátt fyrir það þá var þetta fólk skilið eftir. En ég er bjartsýn og vonandi tekst ríkisstjórninni ætlunarverk sitt á þessu kjörtímabili. Þá þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég vona svo sannarlega að nýr félagsmálaráðherra fái tækifæri til að bæta og breyta,“ segir Þuríður.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31 Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31
Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00
Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent