„Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 08:30 Glódís Perla Viggósdóttir faðmar Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigrinum gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í síðustu viku. Getty/Angelo Blankespoor Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Sjá meira
Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32
Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47
Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30
Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30