Innlent

Sér­sveitin að­stoðaði vegna heimilis­of­beldis í Grafar­vogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sérsveitarmenn hafa líklega verið í grenndinni þegar útkallið barst í gærkvöldi, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni.
Sérsveitarmenn hafa líklega verið í grenndinni þegar útkallið barst í gærkvöldi, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í útkalli vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi í gærkvöldi. Meintur gerandi yfirgaf staðinn áður en lögregla kom á staðinn og er eftirlýstur.

Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á löggæslusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert hafa kallað sérstaklega á aðkomu sérsveitar í málinu heldur hafi hún líklega verið í grenndinni þegar útkallið barst og komið til aðstoðar. Málið sé bókað sem líkamsárás, minniháttar.

Enginn grunur sé um vopnaburð á vettvangi. Þá hafi meintur gerandi hlaupið frá vettvangi þegar hann fékk veður af því að lögregla væri á leiðinni. Hann sé nú eftirlýstur.

„Hluti af starfsskyldum sérsveitar er að styðja við almenna löggæslu. Stundum hljóma tilkynningar alvarlega og ef þeir eru nærri eru þeir einn af lögreglubílunum sem eru sendir,“ segir Ásgeir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×