Innlent

Sprengisandur: Kári Stefánsson fer yfir Ómíkrón-afbrigðið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér að neðan og nálgast má dagskrá hans þar fyrir neðan.

Í þætti dagsins verður farið lyktir NV-málsins svokallaða með fjórum nefndarmönnum úr kjörbréfanefndinni sem skipuð var til að rannsaka hvort ástæða væri til að ógilda þau úrslit sem fyrir lágu eftir hina svokölluðu síðari talningu.

Björn Leví Gunnarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason voru ekki á einu máli um hvernig meta væri gögnin og hvort lýðræðinu hefði verið gefið utan undir eða ekki. Ný ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum verður líka til umræðu og brýnustu verkefni hennar.

Kári Stefánsson forstjóri ÍE verður í þættinum um klukkan ellefu - viðfangsefnið er kórónaveiran og ómíkron-afbrigðuð sem veldur að minnsta kosti áhyggjum svo ekki sé nú meira sagt.

Undir lok þáttar mæta tvær vaskar konur af Suðurnesjunum sem eru í forsvari fyrir nýja Suðurnesjadeild í FKA - Félag kvenna í atvinnulífinu, þær Fida Abu Libdeh stofnandi Geosilica og Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og stjórnarformaður HS Veitna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×