Innlent

Töluvert um akstur undir áhrifum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði afskipti af átta ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögreglan hafði afskipti af átta ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Samkvæmt færslum í dagbók lögreglu sinnti lögregla átta slíkum útköllum frá klukkan 17.20 í gær til klukkan 02.33 í nótt.

Í þremur tilvikum reyndust ökumenn eða farþegar bílanna einnig vera grunaðir um vörslu fíkniefna og voru viðkomandi handteknir í tengslum við málin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.