Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 20:55 Sæþór er að vonum hæstánægður með sigurinn. Instagram/Kristsson Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla. Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Undanfarin átta laugardagskvöld hafa áhugabakarar sýnt listir sínar í danska ríkissjónvarpinu. Þriggja manna úrslit fóru fram í kvöld og fulltrúi okkar Íslendinga kom, sá og sigraði. Í frétt Se og hør segir að Sæþór hafi verið sigurstranglegur allt frá fyrsta þætti. Hann hafi sýnt mikla hæfileika í kökubakstri og frumlegum bragðssamsetningum. Á vef danska ríkissjónvarpssins situr Sæþór nú fyrir svörum áhorfenda. Eðli málsins samkvæmt hefur hamingjuóskum rignt yfir kappann. Hann kynni eflaust vel að meta slíkar frá samlöndum sínum. Í svari við spurningu Ólafar nokkurrar sagðist Sæþór hafa flust til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var sjö ára gamall. Hann segist tala sæmilega íslensku, þó hann hafi gleymt henni að nokkru leiti. Uppruni Sæþórs var í raun í fyrsta, öðru og þriðja sæti í úrslitakeppninni en í síðustu þrautinni bökuðu keppendur kökur, hver eftir sínu höfði. Sæþór, sem var með íslenska fánann nældan í svuntuna sína, bauð dómurunum upp á þrjár kökur; eina eldfjallaköku, aðra tileinkaða ís en sú þriðja var fagurblár óður til hafsins. Sæþór notaði sérstaka aðferð til að ná fram áferð á eldfjallakökunni sem minnti á rennandi hraun og þótti dómurunum mikið til koma. Kökurnar voru bornar fram á stuðlabergskökustandi. Það voru þó ekki bara skreytingarnar sem minntu á heimaland Sævars, heldur bauð hann upp á malt og appelsínkökur; viðeigandi í aðdraganda jóla.
Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira