Innlent

Stöðugt streymi fólks í hraðpróf um helgina

Samúel Karl Ólason skrifar
261531118_10112165122528838_480112620822008863_n
Vísir/Kolbeinn Tumi

Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í hraðpróf á Suðurlandspróf um helgina. Mat var sett í fjölda þeirra sem mættu í gær og þúsundir hafa einnig mætti í dag.

Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að nýtt met sé slegið daglega um þessar mundir. Í gær hafi tæplega 5.500 manns farið í hraðpróf og það sem af er degi hafi tæplega fjögur þúsund mætt.

Opnunartíminn í hraðpróf var lengdur til klukkan sex í dag til að anna eftirspurn.

„Það hefur verið stöðugt streymi í allan dag,“ segir Marta María.

Hún segir allt hafa gengið vel fyrir sig, þó röðin hafi nánast náð hringinn í kringum húsið.

„Það er mjög gaman að heyra viðbrögðin hjá fólki. Við héldum að þegar svona mikið væri um að vera yrðu einhverjir pirraðir og leiðir yfir því að þurfa að bíða. Það voru allir mjög þakklátir og hrósuðu okkur fyrir gott skipulag og hvað þetta gekk hratt fyrir sig.“


Tengdar fréttir

Sjö smitaðir á Grund

Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun.

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

128 greindust smitaðir innanlands í gær

Alls greindust 128 smitaðir af Covid-19 innalands í gær. Þar að auki greindust svo sex á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 69 í sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×