Innlent

Sjö smitaðir á Grund

Samúel Karl Ólason skrifar
Hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut.
Hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut. Vísir/Vilhelm

Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun.

Þetta kemur fram á frétt Ríkisútvarpsins þar sem segir að von sé á niðurstöðum úr sýnatökunni eftir helgi.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimila, segir í samtali við Vísi að aðrir heimilismenn á deildinni hafi ekki greinst smitaðir en allir hafi verið skimaðir. Búið er að loka fyrir heimsóknir á deildina.

Einn af heimilismönnunum er óbólusettur og hefur verið lagður inn á sjúkrahús samkvæmt frétt RÚV.

Aðrir hafa verið einkennalausir en Gísli segir að fylgst sé með ástandi fólksins og farið verði eftir læknisráðum.

Ekki er vitað hvernig smit barst inn á hjúkrunarheimilið.


Tengdar fréttir

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.