Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 12:20 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á Landspítala, segir tímaspursmál hvenær nýja afbrigðið greinist á Íslandi. Vísir/Egill Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. Afbrigðið greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í mánuðinum og gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýja afbrigðinu heitið Ómíkron í vikunni. Um er að ræða næsta afbrigðið á eftir Delta sem stofnunin hefur teljandi áhyggjur af. Sóttvarnalæknir hefur ráðið íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu vegna útbreiðslunnar. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir lítið vitað um afbrigðið á þessum tímapunkti en um 30 stökkbreytingar er að finna á gaddapróteini veirunnar. Afbrigðið hefur dreifst hratt út í Suður-Afríku og víðar, meðal annars í Evrópu. „Það bendir óbeint til þess að hún gæti hugsanlega verið meira smitandi en það á eftir að fá það staðfest þannig við vitum það ekki almennilega enn þá. Við vitum heldur ekki hvort að bóluefnin sem nú eru í gangi munu virka vel gegn veirunni,“ segir Björn. Það eigi eftir að koma í ljós eftir því sem tíminn líður hversu mikla vernd bóluefnin sem nú eru á markaði veita. Þá séu önnur bóluefni í þróun gegn nýjum afbrigðum veirunnar. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ Hann bendir þó á að í Suður Afríku og víðar er bólusetningarhlutfallið heldur lágt en veiran fær fleiri tækifæri til að fjölga sér í slíkum kringumstæðum og er þá hætta á að nýir stofnar verði til. Meðan svo er er áfram möguleiki að veiran breiði frekar úr sér. Þannig þetta gæti allt eins komið hingað til landsins? „Ég held að það séu bara allar líkur á því að það muni gera það á einhverjum tímapunkti en vonandi mun það gerast þegar sem flestir eru búnir að fá örvunarbólusetningu, þannig að möguleiki veirunnar til að ná sér almennilega á strik mun þar af leiðandi væntanlega vera minni,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Bólusetningar Tengdar fréttir Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Afbrigðið greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í mánuðinum og gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýja afbrigðinu heitið Ómíkron í vikunni. Um er að ræða næsta afbrigðið á eftir Delta sem stofnunin hefur teljandi áhyggjur af. Sóttvarnalæknir hefur ráðið íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu vegna útbreiðslunnar. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir lítið vitað um afbrigðið á þessum tímapunkti en um 30 stökkbreytingar er að finna á gaddapróteini veirunnar. Afbrigðið hefur dreifst hratt út í Suður-Afríku og víðar, meðal annars í Evrópu. „Það bendir óbeint til þess að hún gæti hugsanlega verið meira smitandi en það á eftir að fá það staðfest þannig við vitum það ekki almennilega enn þá. Við vitum heldur ekki hvort að bóluefnin sem nú eru í gangi munu virka vel gegn veirunni,“ segir Björn. Það eigi eftir að koma í ljós eftir því sem tíminn líður hversu mikla vernd bóluefnin sem nú eru á markaði veita. Þá séu önnur bóluefni í þróun gegn nýjum afbrigðum veirunnar. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ Hann bendir þó á að í Suður Afríku og víðar er bólusetningarhlutfallið heldur lágt en veiran fær fleiri tækifæri til að fjölga sér í slíkum kringumstæðum og er þá hætta á að nýir stofnar verði til. Meðan svo er er áfram möguleiki að veiran breiði frekar úr sér. Þannig þetta gæti allt eins komið hingað til landsins? „Ég held að það séu bara allar líkur á því að það muni gera það á einhverjum tímapunkti en vonandi mun það gerast þegar sem flestir eru búnir að fá örvunarbólusetningu, þannig að möguleiki veirunnar til að ná sér almennilega á strik mun þar af leiðandi væntanlega vera minni,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Bólusetningar Tengdar fréttir Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07
Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11
Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent