Tónlist og dans sem sprengdi krúttskalann við opnun jólaþorps Hafnfirðinga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 23:12 Dansatriði ungra Hafnfirðinga við eitt vinsælasta jólalag allra tíma vakti mikla lukku. Vísir/Egill Hellisgerði í Hafnarfirði er nú komið í hátíðarbúning annað árið í röð. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir jólaþorpið hafa fengið góð viðbrögð og bjóða þau upp á alls kyns nýjungar í ár. Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan. Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Jólaþorpið var sett á fót í fyrsta sinn fyrir síðustu jól og stóðu viðbrögðin ekki á sér. Fjölmargir kíktu í fjörðinn yfir hátíðirnar til að njóta ljósadýrðarinnar í garðinum með fjölskyldu og vinum. „Nú er bærinn okkar að komast í jólafötin ef svo má segja, hann er orðinn ljósum skreyttur sem aldrei fyrr og stendur sannarlega undir nafni sem jólabærinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem var viðstödd þegar jólaþorpið opnaði í kvöld. „Hellisgerði, þessi gamli listagarður okkar Hafnfirðinga, er aftur að breytast í ævintýraland eins og í fyrra þegar við létum gamlan draum rætast að skreyta þennan fallega garð með jólaljósum,“ segir Rósa sem segir bæjarbúa hlakka til aðventunnar. Að sögn Rósu er einnig von á ýmis konar nýjungum í ár, til að mynda verður skautasvell sett upp í miðbænum í desember og mun Bæjarbíó, menningarhús Hafnfirðinga, bjóða upp á ljúfa stemningu. „Þannig það er stemning hérna víða um bæinn og alls kyns örviðburðir sem má eiga von á,“ segir Rósa. Eitt slíkt atriði var í kvöld þegar tónlistamennirnir Ragnar Már Jónsson og Þór Sverrisson stigu á svið. Þá gátu gestir og gangandi fylgst með dansatriði ungra Hafnfirðinga sem sprengdi vægast sagt krúttskalann en hægt er að sjá brot af dansinum hér fyrir neðan.
Jól Hafnarfjörður Tónlist Dans Tengdar fréttir Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 7. desember 2020 20:25