Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir og Árni Sæberg skrifa 26. nóvember 2021 23:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem misstu sæti sitt eftir endurtalningu. Stöð 2/Egill Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira