Innlent

Hring­veginum við Bif­röst lokað vegna slyss

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan í Borgarnesi lokaði veginum.
Lögreglan í Borgarnesi lokaði veginum. Vísir/Vilhelm

Hringveginum var lokað við Bifröst vegna bílslyss sem varð um klukkan fimm í dag. Engin slys urðu á fólki að sögn Slökkviliðs Borgarbyggðar.

Tvær bifreiðar skullu saman við Bifröst en allir farþegar þeirra komu sér sjálfir úr þeim og urðu engin slys á þeim.

Að sögn starfsmanns Slökkviliðsins í Borgarbyggð er vegurinn þó enn lokaður á meðan unnið er að hreinsun olíu sem lak úr bílunum.

„Fólk verður bara að sýna biðlund,“ segir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.