Innlent

Stjórn­endur Land­spítala funduðu vegna lög­reglu­rann­sóknar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum.
Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm

Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans.

Þau svör fegnust frá Landspítala í dag að engar upplýsingar verði veittar um málið að svo stöddu. Málið snýr að dauðsföllum sex sjúklinga sem lögregla telur að hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti en auk þess eru fimm önnur dauðsföll til skoðunar. Skúli er talinn hafa skráð þessa einstaklinga í lífslokameðferð að tilefnislausu.

Öll þessi dauðsföll komu upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná tali af forstjóra stofnunarinnar frá því að málið kom fyrst upp í febrúar hefur það ekki borið árangur og vísar hann nú alfarið á almannatengil í þessum efnum.

Landlæknir óskaði í gær eftir gögnum frá lögreglu og fundaði með stjórnendum Landspítala í dag.

Styðja félagsmann sinn

Forsvarsmenn Læknafélags Íslands gáfu ekki kost á viðtali í dag en sögðu í skriflegu svari ætla að styðja félagsmann sinn eins og því beri. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla.

Fréttastofa greindi frá því í gær að Landspítalinn hafi ekki haft vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur Skúla Tómasi fyrr en fréttir af henni birtust í gær. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala.

Þá sagði Alma D. Möller landlæknir í samtali við fréttastofu að embættið hafi heldur ekki verið meðvitað um öll þessi tilfelli. Óskað hafi verið eftir upplýsingum frá lögreglu um leið og fréttir af málinu birtust.


Tengdar fréttir

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota

Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.