Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 18:09 Forseti lýðveldisins gerði tímasetningu þingsetningar meðal annars að umtalsefni sínu í setningarræði sinni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“ Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“
Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira