Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum heyrum við álit landbúnaðarráðherra á blóðmerarhaldi og þeirri meðferð sem sést í nýrri heimildamynd. Hann segir meðferðina til háborinnar skammar en vill ekki leggja mat á hvort hætta þurfi starfseminni hér á landi.

Einnig fjöllum við áfram um Hjalteyrarmálið svokallaða og heyrum í umsjónarmanni sanngirnisbóta sem  segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilanefndar.

Þá verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem segir að það muni ganga hægt að ná yfirstandandi bylgju niður í ljósi mikillar útbreiðslu í samfélaginu. 194 greindust innanlands í gær sem er næstmesti fjöldi frá upphafi faraldurs. 

Þá fjöllum við um þingsetningu á Alþingi sem far fer eftir hádegið og ræðum við formann BSRB sem harmar gagnrýni innan úr röðum Starfsgreinasambandsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.