„Kerfisbundið og síendurtekið dýraníð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 21:37 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti. „Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“ Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?